Skólaprestur vígður

Prestvígsla ÓJMÍ gær, sunnudaginn 25. september, var Ólafur Jón Magnússon vígður til prestsþjónustu fyrir KSH, Kristilega skólahreyfingu en KSH er samstarfsvettvangur KSS og KSF, Kristilegs stúdendafélags. Óli Jón verður skólaprestur fyrir bæði félögin og geta KSS-ingar leitað til hans um alla hefðbundna prestsþjónustu. Auk þess býður Óli Jón upp á einkaviðtöl, sálgæslu og fyrirbæn. Sem skólaprestur veitir hann stjórn KSS aðstoð við daglegan rekstur félagsins og er þeim innan handar í flestum verkefnum. Hægt er að fá einkaviðtal með því að hringja í Óla Jón í s. 616 6152 eða senda honum póst á olafur.jon@ksh.is. 

Seinni kynningarfundur

Á morgun laugardag verður annar kynningarfundur KSS (megapepp). Fyrir þá sem ekki vita eru kynningarfundir sérstaklega hannaðir til þess að bjóða vinu á. Við náðum upp í 70 manns á seinasta fundi og ég trúi því að við getum komist upp í 100 MANNS svo allir að koma með vin með sér! (:

Fundurinn verður haldinn á Holtaveginum eins og vanalega og Gunnar nokkur Wiencke, fyndnasti og einhver besti ræðumaður sem ég hef fengið þá ánægju að hlusta á kemur til okkar og ætlar að kveikja í þakinu! Lofgjörðin verður auðvitað til staðar og hef ég heyrt hjá Gunnari tónlistarfulltrúa að hann ætli að sprengja þakið!

Eftir fund verður síðan mergjað PAAATEI! (meina partý en ekki pate eins og kæfan) á Holtaveginum og ætlum við þá að splúndra því sem eftir er af þakinu!

Hlakka til að sjá alla (:

Fyrri kynningarfundur!

Á Laugardaginn klukkan 20.30 á holtavegi 28 verður fyrri kynningarfundur KSS! Kynningarfundir eru sérstaklega hannaðir til að bjóða vinum sínum á og kynna þá fyrir kss. Eftir kynningarfundinn förum við síðan í GERPLU! (megapepp) og erum með heilan fimleikasal út af fyrir okkur. Það kostar ekkert inn í salinn en mig langar til að biðja alla sem eru með bílpróf að koma á bíl til þess að forðast auka ferðir og vesen eins og á seinasta fundi (afsakið það). Þetta verður geggjað og ég vona að allir komi með vin með sér (: Hérna er svo kynningarmyndband sem segir hvað kss er sem þið getið sýnt vinum ykkar og sherað á facebook. hlakka til að sjá sem flesta (:Guð blessi ykkur.

Árshátíð KSS & KSF

Kæru KSS-ingar!

Næsta laugardag þann 12. mars verður árshátíð KSS & KSF haldin í Lindakirkju. Húsið opnar kl 18:30 og hátíðarhöldin munu byrja formlega kl 19 🙂 Gjaldið sem þú þarft að borga til að taka þátt í þessari veislu er 4500 kr.
Árshátíðarþemað þetta árið er James Bond!

Ef þú kæri lesandi hefur áhuga á að mæta á árshátíðina okkar og ert ekki á Facebook getur þú haft samband við mig, Gunnhildi 🙂 Upplýsingarnar eru að finna hér: http://www.kss.is/um-kss/stjornin/

Annars eru allar upplýsingar og skráning í viðburðinum á Facebook.

Skráningu lýkur kl 17 á miðvikudaginn þann 9. mars 🙂

https://www.facebook.com/events/1552997845012727/

Afmælis eftirpartý!

Kæru KSS-ingar!
Á laugardaginn næsta verður KSS fundur á sínum stað kl. 20:30 🙂 Síðasta laugardag var svakaleg afmælishátíð og því bjóðum við ykkur í enn svakalegra afmælis EFTIRPARTÝ sem haldið verður í heimahúsi eftir fundinn (sem er á Holtavegi 28)
Sjáumst! #pepp

70 ára afmæli KSS

Föstudaginn 22. janúar síðastliðinn urðu Kristilegu skólasamtökin 70 ára. Að því tilefni ætlum við, núverandi KSS ingar að bjóða upp á afmælisfund sem mun verða opinn öllum. Húsið opnar klukkan 19:30 í kvöld, þann 23. janúar og fundurinn hefst svo klukkan 20:00. Fundurinn mun fara fram á Holtavegi 28, höfuðstöðvum KFUM og KFUK. Eftir fund verður boðið upp á kökur, kaffi og margt fleira girnilegt.

Við vonum að þú sjáir þig færan um að mæta í kvöld og fagna með okkur á þessum merku tímamótum.

-Stjórn KSS

.12512707_947221235330904_3521520308166495205_n

Skautafundur

Gleðilegan föstudag elsku bestu KSS-ingar í dag er 11 desember en á morgun þá er laugardagurinn 12 desember og hvað haldiði hinn árlegi Skautafundur er annað kvöld og að þessu sinni verður hann haldinn sameiginlegur. Allur fundur er sameiginlegur með KSF-ingum! fundurinn verður á Holtaveginum og hefst kl: 20:30 og svo haldið í Skautahöllina í Laugardal.

Skelli link hér fyrir neðan endilega meldið ykkur á hann annars eru allir velkomnir það kostar 1000 kr á skautanna sem er gjöf en ekki gjald !
Koma svo fanga próflokum með góðum vinum og ef þið eruð ekki búin í prófur er kjörið að taka sér pásu !

KSS fundur 5. desember

Krakkar mínir komið þið sæl, hvað er nú á seyði?

Jú mikið rétt það er KSS fundur laugardaginn næstkomandi og hefst hann kl 20. Nei þetta er ekki innsláttarvilla. Hann hefst klukkan 20. Þar verður sungið, sprellað og leikið sér. Eftir fund verður síðan haldið á vit ævintýranna í Ártúnsbrekku þar sem allir eru hvattir til að mæta með sleða, skíði, snjóbretti, svartan ruslapoka (ekki gráan) eða bara eitthvað til þess að renna sér á. Aldrei að vita nema heitt súkkulaði verði eftirá til þess að hita upp líkamann. Vonast til þess að sjá sem flesta á Holtavegi 28, laugardaginn 5. desember á slaginu 20.

Með Jólakveðju, Stúfur.

 

Freestyle_skiing_jump2

KSS fundur 28. nóvember

Kæru KSS-ingar!

Næsta laugardag 28. nóvember verður að sjálfsögðu KSS fundur kl 20:30 eins og venjulega á Holtavegi 28.
Margir eru eflaust byrjaðir að læra fyrir jólaprófin góðu en við hvetjum ykkur til að taka frá þetta kvöld og eiga góða stund saman 🙂

Eftir fund ætlum við að hafa það kósý og horfa saman á bíómynd!
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest 🙂

Allir 15-20 ára velkomnir!