Árshátíð KSS & KSF

Kæru KSS-ingar!

Næsta laugardag þann 12. mars verður árshátíð KSS & KSF haldin í Lindakirkju. Húsið opnar kl 18:30 og hátíðarhöldin munu byrja formlega kl 19 :) Gjaldið sem þú þarft að borga til að taka þátt í þessari veislu er 4500 kr.
Árshátíðarþemað þetta árið er James Bond!

Ef þú kæri lesandi hefur áhuga á að mæta á árshátíðina okkar og ert ekki á Facebook getur þú haft samband við mig, Gunnhildi :) Upplýsingarnar eru að finna hér: http://www.kss.is/um-kss/stjornin/

Annars eru allar upplýsingar og skráning í viðburðinum á Facebook.

Skráningu lýkur kl 17 á miðvikudaginn þann 9. mars :)

https://www.facebook.com/events/1552997845012727/

Afmælis eftirpartý!

Kæru KSS-ingar!
Á laugardaginn næsta verður KSS fundur á sínum stað kl. 20:30 :) Síðasta laugardag var svakaleg afmælishátíð og því bjóðum við ykkur í enn svakalegra afmælis EFTIRPARTÝ sem haldið verður í heimahúsi eftir fundinn (sem er á Holtavegi 28)
Sjáumst! #pepp

70 ára afmæli KSS

Föstudaginn 22. janúar síðastliðinn urðu Kristilegu skólasamtökin 70 ára. Að því tilefni ætlum við, núverandi KSS ingar að bjóða upp á afmælisfund sem mun verða opinn öllum. Húsið opnar klukkan 19:30 í kvöld, þann 23. janúar og fundurinn hefst svo klukkan 20:00. Fundurinn mun fara fram á Holtavegi 28, höfuðstöðvum KFUM og KFUK. Eftir fund verður boðið upp á kökur, kaffi og margt fleira girnilegt.

Við vonum að þú sjáir þig færan um að mæta í kvöld og fagna með okkur á þessum merku tímamótum.

-Stjórn KSS

.12512707_947221235330904_3521520308166495205_n

Skautafundur

Gleðilegan föstudag elsku bestu KSS-ingar í dag er 11 desember en á morgun þá er laugardagurinn 12 desember og hvað haldiði hinn árlegi Skautafundur er annað kvöld og að þessu sinni verður hann haldinn sameiginlegur. Allur fundur er sameiginlegur með KSF-ingum! fundurinn verður á Holtaveginum og hefst kl: 20:30 og svo haldið í Skautahöllina í Laugardal.

Skelli link hér fyrir neðan endilega meldið ykkur á hann annars eru allir velkomnir það kostar 1000 kr á skautanna sem er gjöf en ekki gjald !
Koma svo fanga próflokum með góðum vinum og ef þið eruð ekki búin í prófur er kjörið að taka sér pásu !

KSS fundur 5. desember

Krakkar mínir komið þið sæl, hvað er nú á seyði?

Jú mikið rétt það er KSS fundur laugardaginn næstkomandi og hefst hann kl 20. Nei þetta er ekki innsláttarvilla. Hann hefst klukkan 20. Þar verður sungið, sprellað og leikið sér. Eftir fund verður síðan haldið á vit ævintýranna í Ártúnsbrekku þar sem allir eru hvattir til að mæta með sleða, skíði, snjóbretti, svartan ruslapoka (ekki gráan) eða bara eitthvað til þess að renna sér á. Aldrei að vita nema heitt súkkulaði verði eftirá til þess að hita upp líkamann. Vonast til þess að sjá sem flesta á Holtavegi 28, laugardaginn 5. desember á slaginu 20.

Með Jólakveðju, Stúfur.

 

Freestyle_skiing_jump2

KSS fundur 28. nóvember

Kæru KSS-ingar!

Næsta laugardag 28. nóvember verður að sjálfsögðu KSS fundur kl 20:30 eins og venjulega á Holtavegi 28.
Margir eru eflaust byrjaðir að læra fyrir jólaprófin góðu en við hvetjum ykkur til að taka frá þetta kvöld og eiga góða stund saman :)

Eftir fund ætlum við að hafa það kósý og horfa saman á bíómynd!
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest :)

Allir 15-20 ára velkomnir!

Gistinótt!

Þá er komið að því!
Næsta laugardag (21. nóv) verður gistinótt, sem þýðir að við verðum á Holtavegi 28 yfir alla nóttina. Við byrjum kvöldið eins og venjulega kl 20:30 með snilldar KSS fundi og síðan eftir fund hefst þessi dagskrá:

22:30 Cluedo – fáranlega skemmtilegur leikur
23:30 Nörf-mót – allir að mæta með nörfbyssur (fást í Hagkaup)
00:30 Kahoot – spurningakeppni
01:00 Domino’s pizza – áhugasamir koma með pening
01:30 Bíómynd – kosið um mynd
03:30 Lofgjörðarstund – smá kósý

09:30 Vakning og frágangur
10:00 Allir heim að sofa

Alla nóttina verður pógó, spil og 3D twister. Einnig ætlum við að hafa Friends maraþon inní sal. Sjoppan verður reglulega opin yfir nóttina 😀

ATH! Eftir klukkan 01:00 má ekki koma inn á Holtaveginn, en það má alltaf fara
Þeir sem eru YNGRI en 18 ára þurfa að skila inn leyfisbréfi (kemur á netið á morgunn, föstudag)

KSS fundur í Bæjarbíó, Hafnarfirði

Kæru KSS-ingar.

ATH.
Vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna verðum við að fresta Hæfileikakeppninni sem átti að vera laugardaginn næstkomandi.


En ekki örvænta. Stjórnin er með plan B, sem við höfum kosið að kalla plan A+. Fundurinn sjálfur verður áfram haldinn í Bæjarbíó í Hafnarfirði.
Eftir fund munum við fara í geysimagnaðan þrautaleik að nafni Kahoot!
Þetta er þrautaleikur þar sem þið skiptið ykkur í lið og keppist við að vinna fyrstu verðlaun, sem eru alls ekki af verri endanum! Ég segi ekki meir um þennan leik, þið verðið bara að mæta, upplifa og njóta!


Við hvetjum alla til þess að mæta með sitt breiðasta bros og keppnisskap.
Sjáumst á laugardaginn kl 20:30 í Bæjarbíó :)

P.s. Heyrst hefur að sjoppan verði á staðnum!

P.p.s. Smá hint um leikinn: tónlist, mynd, gisk, spuni.kahoot 2

KSS fundur 24. október og Tilgangsríkt líf

Næsta laugardag verður KSS fundur að sjálfsögðu á sínum stað kl 20:30 á Holtavegi 28!
Við munum fá gesti frá Fjellheim biblíuskólanum í Noregi sem ætla að tala til okkar í þetta skiptið og mun ræðan fara fram á ensku.
Eftir fund ætlum við svo að bjóða upp á ís og góða stemningu í heimahúsi :)

Vonumst til að sjá sem flesta!

 

Í kvöld byrjar KSS svo með námskeiðið Tilgangsríkt líf – hvers vegna í ósköpunum er ég hér sem verður í umsjón æskulýðsprestsins okkar, Sveins Alfreðssonar. Byrjar með mat kl 19 fyrir þá sem vilja en fræðslan sjálf byrjar kl 20. Þarfnast engrar skráningar, aðeins að láta vita ef maður vill vera með í mat. Allir 15-20 ára eru hjartanlega velkomnir :)

Frekari upplýsingar í þessum hóp á Facebook:

https://www.facebook.com/groups/1507104526275200/