Alfa-fundur og pizzabakstur😁

Næsta laugardag verður mjög gaman hja okkur!! Alfa-fundur á sínum stað kl 20:30 þar sem efnið verður Trú: Hvernig get ég trúað?
Eftir fund ætlum við að baka saman pizzur og hafa Friendsþætti í gangi og spil í boði og borða svo pizzurnar okkar saman! Þetta verður snilld svo ég hvet ykkur til að mæta!😁😁

3. Alfa fundur og bíó!!

Núna á laugardagskvöldið verður annar Alfa-fundur KSS!!😁 Fyrir ykkur sem voruð ekki síðast eru fundirnir á nákvæmlega sama stað, á nákvæmlega sama tíma en bara með örlítið breyttu sniði. Næstu 9 (held ég) fundi verðum við með Alfa-fræðslu á hverjum fundi og umræðuhópa eftir hana og allskonar fjör og hefur þetta fyrirkomulag fengið rosalega jákvæð viðbrögð hingað til! Fræðslan felur í sér skemmtileg 20min video í stað ræðu og umfjöllunarefnið í næstu fræðslu er: Hvers vegna dó Jesús?
Eftir fund ætlum við svo í bíó á La la land og hvetjum við því þá sem geta til að mæta á bíl svo allir komist sem fyrst upp í Kringlubíó🎉👏🏻 Miðinn kostar 1150kr, hlakka til að sjá ykkur😁😁

Fundur!!!

Jó Jó Jó fólk sem reimar á sig skó!

Á laugardaginn kl.20:30 á H28 verður auðvitað geggjaður kss fundur. Þóra Björg Sigurðardóttir mun tala og eftir fundinn ætlum við að nýta skammdegið og fara í næturleiki eins og hinn víðfræga vasaljósaleik! Hlakka til að sjá ykkur 🙂

Mynd frá Hjalti Jóel Magnússon.
Mynd frá Hjalti Jóel Magnússon.

Nýársnámskeið 2017

 

Nú er komið að Nýársnámskeiði KSS 2017 og það verður haldið á Holtavegi 28 þann 7. janúar. Námskeiðið mun standa yfir milli kl. 12:00 og 21:00 en á því mun verða fræðsla, matur og skemmtun.
Verðið á mótinu er 2.000kr og er það fyrir mat en það verður kaffitími og svo kvöldmatur, því hvetjum við þátttakendur til þess að mæta með fullan maga.
Á námskeiðinu munu Ólafur Jón Magnússon og Pétur Ragnhildarsson stjórna umræðuhópum auk þess mun Bylgja Dís Gunnarsdóttir vera með námskeið í kyrrðarbæn.
Dagskrá dagsins er eftirfarandi
12 – 13: Hóphristingur og tónlist
13-14:30: Fræðsla og umræðuhópar
14:30- 15: Kaffitími
15-15:30: Hóphristingur
15:30 -17: Workshops
Kyrrrðarbæn – Bylgja
Elevation Church
Ljósmyndakeppni
17 – 17:30: Tónlist og leikir
17:30 -18:30: Snóboltastríð/orrusta
18:30 -19:30: Kvöldmatur
19:30 -20: Spil og spjall
20 -21: Kvöldvaka

Við hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn KSS

 

 

KSS fundur

Á laugardaginn verður auðvitað KSS fundur! Núna verður jóla-bingó-hlaðborð. Við ætlum að hafa það kósí og koma með kökur og gotterí (má vera keypt) á hlaðborðið og fara svo í bingó. Fundurinn byrjar hálf níu á H28 og ég hvet alla til þess að bjóða vinum sínum á fundinn svo þeir geti líka komist í jólastuð með okkur 🙂
Hlakka til að sjá ykkur 🙂

Mynd frá Hjalti Jóel Magnússon.
Mynd frá Hjalti Jóel Magnússon.

Kss fundur

Á morgun er auðvitað kss fundur á Holtavegi 28 klukkan hálf 9.
Allt það venjulega verður til staðar og eftir fundinn verður búningakeppni í tilefni þess að það er Halloween. Verðlaun eru fyrir flottasta búninginn og frumlegasta svo eitthvað sé nefnt. Hlakka til að sjá ykkur!

 Myndaniðurstaða fyrir halloween

ATH!
Hér eru nokkur praktísk atriði fyrir skólamótið

Mæting tímalega kl. 17:00 á morgun því rútan fer þá 🙂

Áætluð heimkoma er á sunnudaginn kringum fjögur

Fyrir þá sem ekki hafa komið áður í Vatnaskóg þá eru heitir pottar á staðnum og sniðugt er að vera í sundfötum þar ofan í 😉

Vatnaskógur er bara með dýnur svo þið þurfið að redda laki, svefnpoka og kodda sjálf 😊

Hlakka til að sjá ykkur á morgun 😄😄😄

Síðasti dagur skráningar!

Á miðnætti lýkur síðasta skráningardegi fyrir Haustskólamót 2016 sem haldið verður í Vatnaskógi að gömlum vana næstu helgi, dagana 7.-9. október. Mótið er frábær blanda af skemmtun, hópefli, kristinni fræðslu og helgistundum. Hápunktur mótsins finnst mörgum vera vitnisburðarstund á laugardagskvöldi. Þá gefst þeim KSS-ingum sem það vilja tækifæri til að segja frá sinni trúargöngu. Oft fá viðstaddir að heyra um stórkostleg bænasvör og uppörvandi reynslu sem jafnaldrar þeirra hafa oðrið fyrir á göngu sinni með Guði. Ekki missa á þessu frábæra móti! Allar upplýsingar um skráningu, leyfisbréf, verð o.fl. finnnur þú hér!