Aðalfundur KSS 2017

Kæru KSS-ingar.

Stjórn KSS boðar til aðalfundar KSS laugardaginn 22. apríl kl. 20-22.

Dagrskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Upphafsorð og bæn
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Samþykkt lista yfir skráða félagsmenn
4. Árskýrsla KSS stjórnarárið 2016 – 2017
5. Ársreikningur KSS fyrir árið 2016
6. Reikningar lagðir fram til samþykktar
7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
8. Lagabreytingar
9. Stjórnarkjör
10. Önnur mál og umræður
11. Fundi slitið með bænastund

ATH:
Úr lögum KSS:
Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir sem fullnægja ákvæðum 4. greinar lið a) og hafa verið skráðir félagsmenn að minnsta kosti frá 20. október árið áður en aðalfundur fer fram. Ber þeim að fullnægja að öðru leyti þeim kröfum sem gerðar eru til félagsmanna í 4. grein lið a.

Kjörgengi í stjórn KSS hafa allir atkvæðisbærir félagsmenn sem uppfylla skilyrði 6.gr. lið b. Kjörnefnd tekur á móti uppástungum félagsmanna um menn á kjörlista.

Tillögur félagsmanna um lagabreytingar skulu berast stjórn félagsins innan viku frá því boðað er til aðalfundar. Skal stjórnin sjá til þess að félagsmönnum gefist kostur á að kynna sér lagabreytingatillögur fyrir aðalfund. Með samþykki aðalfundar má þó félagsmaður bera upp breytingartillögu á aðalfundi, enda sé hún vel kynnt fyrir fundarmönnum.

Hér má finna lög KSS í heild sinni: http://www.kss.is/um-kss/log-kss/

Alfa og varúlfur :D

Hallohallo! I kvöld kl 20:30 verður KSS fundur á Holtavegi 28 og umfjöllunarefni Alfa í kvöld er ‘Hvernig veitir Guð okkur leiðsögn?’
Eftir fund verða svo varúlfur og fleiri leikir!! Það verður góð stemmning og fjör hjá okkur eins og alltaf, við hlökkum til að sjá ykkur!😁😁

Alfa-fundur og pizzabakstur😁

Næsta laugardag verður mjög gaman hja okkur!! Alfa-fundur á sínum stað kl 20:30 þar sem efnið verður Trú: Hvernig get ég trúað?
Eftir fund ætlum við að baka saman pizzur og hafa Friendsþætti í gangi og spil í boði og borða svo pizzurnar okkar saman! Þetta verður snilld svo ég hvet ykkur til að mæta!😁😁

3. Alfa fundur og bíó!!

Núna á laugardagskvöldið verður annar Alfa-fundur KSS!!😁 Fyrir ykkur sem voruð ekki síðast eru fundirnir á nákvæmlega sama stað, á nákvæmlega sama tíma en bara með örlítið breyttu sniði. Næstu 9 (held ég) fundi verðum við með Alfa-fræðslu á hverjum fundi og umræðuhópa eftir hana og allskonar fjör og hefur þetta fyrirkomulag fengið rosalega jákvæð viðbrögð hingað til! Fræðslan felur í sér skemmtileg 20min video í stað ræðu og umfjöllunarefnið í næstu fræðslu er: Hvers vegna dó Jesús?
Eftir fund ætlum við svo í bíó á La la land og hvetjum við því þá sem geta til að mæta á bíl svo allir komist sem fyrst upp í Kringlubíó🎉👏🏻 Miðinn kostar 1150kr, hlakka til að sjá ykkur😁😁

Fundur!!!

Jó Jó Jó fólk sem reimar á sig skó!

Á laugardaginn kl.20:30 á H28 verður auðvitað geggjaður kss fundur. Þóra Björg Sigurðardóttir mun tala og eftir fundinn ætlum við að nýta skammdegið og fara í næturleiki eins og hinn víðfræga vasaljósaleik! Hlakka til að sjá ykkur 🙂

Mynd frá Hjalti Jóel Magnússon.
Mynd frá Hjalti Jóel Magnússon.

Nýársnámskeið 2017

 

Nú er komið að Nýársnámskeiði KSS 2017 og það verður haldið á Holtavegi 28 þann 7. janúar. Námskeiðið mun standa yfir milli kl. 12:00 og 21:00 en á því mun verða fræðsla, matur og skemmtun.
Verðið á mótinu er 2.000kr og er það fyrir mat en það verður kaffitími og svo kvöldmatur, því hvetjum við þátttakendur til þess að mæta með fullan maga.
Á námskeiðinu munu Ólafur Jón Magnússon og Pétur Ragnhildarsson stjórna umræðuhópum auk þess mun Bylgja Dís Gunnarsdóttir vera með námskeið í kyrrðarbæn.
Dagskrá dagsins er eftirfarandi
12 – 13: Hóphristingur og tónlist
13-14:30: Fræðsla og umræðuhópar
14:30- 15: Kaffitími
15-15:30: Hóphristingur
15:30 -17: Workshops
Kyrrrðarbæn – Bylgja
Elevation Church
Ljósmyndakeppni
17 – 17:30: Tónlist og leikir
17:30 -18:30: Snóboltastríð/orrusta
18:30 -19:30: Kvöldmatur
19:30 -20: Spil og spjall
20 -21: Kvöldvaka

Við hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn KSS