KSS

Kristileg skólasamtök

28. 9. 2012 Fréttir 0

Þá er föstudagur að kveldi kominn og það þýðir bara eitt… Að á morgun er KSS fundur!
Óli Jói prestur ætlar að koma og tala til okkar og auðvitað verður tónlistin, skemmtiatriðið og orð og bæn allt á sínum stað 🙂 Eftir fund verða svo svakalegir leikir, eitthvað sem þú vilt ekki missa af. Ný sending var að koma í sjoppuna svo allt nammi er til ásamt öllu gosi. Ný gerð af Kristal+ er komin í sjoppuna vegan mikillar eftirspurnar, og svo auðvitað NÓG af kóki 😀

Sjáumst í KSS á morgun, taktu með þér vin. Byrjum kl. 20:30 á Holtavegi 28 🙂