KSS

Kristileg skólasamtök

Heimsáskorun KFUM og KFUK

8. 10. 2012 Fréttir 0

Kæstu KSS-ingar og aðrir, hér er það sem auglýst var sérstaklega á síðasta fundi:

Þann 13. október 2012 munu milljónir manna á vegum Heimsambands KFUM koma saman til þess að setja nýtt heimsmet.

Heimsáskorun KFUM – 2012 „Hoop Springs Eternal“ er viðburður skipulagður þann 13. október 2012 til þess að fagna starfi KFUM um allan heim á sviði valdeflingar ungs fólks. KFUM félög munu skipuleggja viðburði þar sem að öllum þátttakendum og fleirum verður boðið að skjóta á körfu. Viðburðirnir verða fjölmargir á þúsundum staða um allan heim.

KFUM ætlar að setja nýtt heimsmet með því að safna saman fleira fólki en nokkurn tímann áður hefur verið gert til þess að skjóta á körfu í tilefni viðburðarins.

Við í KSS ætlum að sjálfsögðu að taka þátt í þessu og ætlum í hópum um höfuðborgarsvæðið til að bjóða fóli að skjóta á körfu.
Gert hefur verið „event“ á facebook fyrir atburðinn og má nálgast hann hér. Frekari upplýsingar þegar nær dregur og á facebook KSS 🙂 Einnig er var gerð alþjóðleg síða fyrir áskorunina og svo frétt frá vef KFUM&K, og umfjöllun frá Stöð 2.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.