KSS

Kristileg skólasamtök

Þá verður útilegan!!!

16. 7. 2013 Fréttir 0

KSS útilegan 2013 !!!

Þá er komið að því! Núna er komið að KSS útilegunni sumarið 2013. Við ætlum að skunda saman á Þórisstaði og tjalda þar yfir helgina 19. til 21. júlí.
Við förum í samfloti frá Holtavegi 28 á föstudagskvöld. Mikilvægt er að allir viti að við ætlum að raða okkur í einkabíla og keyra sjálf, ENGIN rúta verður í þessari ferð. Endilega komið ykkur saman í bíla og ef þið hafið tök á að vera á bíl er það frábært. Þeir sem eru með laus för eða vantar far á Þórisstaði geta haft samband við mig á fésbókinni og ég skrái það niður og reyni að kippa því í liðinn.

Mikilvægar upplýsingar:

  1. Þú kemur með allan þann mat/nammi/drykki sem þú hyggst neyta í þessari ferð. Kss kemur ekki með grill!
  2. Þú kemur með tjald fyrir þig. Megið endilega sameinast í tjöld. KYNJASKIPT er í öllum tjöldum.
  3. Það kostar 1000 kr á mann á nótt, þ.e. 2000 kr fyrir helgina á mann. (engin ró á tjaldstæðunum nauðsynleg)
  4. Brottförin er frá Holtavegi 28, 104 RVK kl. 19:13 :D í samfloti.
  5. Þessi ferð er með öllu Áfengis og vímuefnalaus!
  6. Þátttakendur under 18 ára aldri þurfa að skill leyfisbréfi undirrituðu af forráðamanni, slíkt bréf má nálgast hér að neðan og á feisbúkkinu okkar :)

Hér að neðan læt ég svo fylgja grófa dagskrá fyrir útileguna, ekkert heilagt.
Enginn posi verður á staðnum, Cash only. (tökum bara reiðufé) Borgið okkur þegar komið er á staðinn. Hægt er að hafa samband við starfsmann KSH ef eitthvað er, sr. Jón Ómar Gunnarsson skólaprestur, s.866-7917.

Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við okkur í stjórninni.
Með útilegukveðju, Páll Ágúst.

Dagskrá útilegunnar
KSSutilega
Leyfisbréf:
Utilega-leyfisbref

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.