KSS

Kristileg skólasamtök

Eurovisionpartý KSS

8. 5. 2014 Fréttir 0

Áfram Ísland! Okkar menn eru komnir áfram í úrslitin í Eurovision sem byrja kl. 19:00 á laugardaginn. Í tilefni af því ætlum við að halda Eurovisionpartý, grilla saman og horfa á úrslitin. Herlegheitin hefjast kl. 18:00 hjá Palla í Litlagerði 6, 108 RVK. Þar verður grillið heitt og allir geta komið með mat fyrir sig, eitthvað verður af meðlæti fyrir pylsur en annars þuri þið að koma með allt sjálf, þar með talið drykki 🙂 Það væri gott fyrir þá sem ætla að grilla að vera mættir tímanlega til að ná því fyrir keppni, það verður líklega mikið að gera á grillinu 🙂

Eurovision leikur:
Í ár líkt og í fyrra er hugmynd um að hafa svona stiga leik eins og í fyrra þar sem við gefum löndunum stig og giskum á hver vinnur. Núna eiga allir sem vilja að vera með að koma með eitthvað eittt lítið nammi, snakk, gos o.þ.h. sem fer í pott og sá/þeir sem vinna fá allan pottinn 😀 Alls ekkert mikið, lítill snakkpoki eða eitt Nizza súkkulaðistykki sem dæmi. Margt smátt gerir eitt stórt. Við verðum með stigablöð á staðnum.

Sjáumst á laugardaginn kl. 18:00!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.