KSS

Kristileg skólasamtök

Gistinótt

6. 11. 2014 Fréttir 0

Á laugardaginn næsta (8.nóv) verður gistinótt eftir fund með tilheyrandi stuði, bíómyndum, sjopunni og mörgu fleiru. Þeir sem höfðu hugsað sér að sofa eitthvað um nóttina verða að koma með kodda, dýnu, svefnpoka o.þ.h. sjálfir. Athugið að kynjaskipt verður í svefnaðstöðum. Húsið lokar 00:00 og þeir sem ætla ekki að gista þurfa að vera farnir kl. 01:00 heim. Húsið opnar svo aftur kl. 08:00 og þá munum við hjálpast til við að ganga frá öllu því húsið þarf að vera orið heint fyrir jól í skókassa kl. 10:00. Allir sem eru ekki orðnir 18 ára þurfa að skila leyfisbréfi sem má nálgast hér neðst í póstinum.

Fundurinn verður á sínum stað kl. 20:30 og Hilmar Jónsson ætlar að koma og tala við okkur.

Fyrir áhugasama verður LAN á efri hæðinni. KSS útvegar hub og hver og einn kemur með sína tölvu. Einnig væri gott að fá einhver fjöltengi líka. Þar verður eitthvað spilað og forritað.
Nánari upplýsingar hjá Palla í síma 846-9097 eða á facebook.

Leyfisbréf fyrir gistinótt

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.