KSS

Kristileg skólasamtök

1. 10. 2015 Fréttir 0

Við ætlum að halda góðgerðakvöld núna á laugardaginn (3.október) á Holtavegi 28. Í grunninn verður þetta venjulegur KSS fundur, nema hann er opinn fyrir alla og með smá tvisti.
Á kvöldinu verða til sölu happadrættismiðar á 500kr og dregið verður úr happadrættinu seinna um kvöldið. Glæsilegir vinningar í boði. Einning verður fatamarkaður þar sem bæði er hægt að gera góð kaup og losa sig við gömul föt. Eftir fund er boðið uppá kaffi og kökuhlaðborð á aðeins 1000kr. Fyrir áhugasama má endilega koma með köku eða því um líkt á hlaðborðið.

Allur ágóði af kvöldinu rennur til styrktar neyðaraðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar í Sýrlandi. (Frekari upplýsingar inná help.is)
Að öðru leyti verður fundurinn “venjulegur”.Hljómsveit og skemmtiatriði og ræðumaður kvöldsins er enginn annar en Gunnar Sigurðsson.
Húsið opnar kl 20 en fundurinn byrjar kl 20:30 að vana.
Við hvetjum þig til að mæta, láta gott af þér leiða, borða kökur og kaupa föt og mögulega vinna í happdrættinu (: