Skólamót

Kristileg skólasamtök

Tvisvar á ári halda KSS-ingar á skólamót sem eru haldin í Vatnaskógi. Eru þetta helgarferðir sem samanstanda af miklu fjöri og fræðslu um kristna trú ásamt því að vera frábært tækifæri til þess að kynnast betur innbyrðis.

Haustskólamót er haldið í september eða október og stendur það yfir eina helgi, frá föstudegi til sunnudags. Dagskráin samanstendur m.a. af kvöldvökum, biblíulestrum og frjálsri dagskrá.

Vorskólamót er haldið frá miðvikudegi til laugardags fyrir páskadag. Dagskráin er svipuð og á haustskólamóti en á skírdag er boðið upp á altarisgöngu og á föstudaginn langa geta þeir fastað sem vilja. Föstuhópurinn hittist í matartímum og les saman í Biblíunni og fær ýmist vatn, te eða kakó sé til hressingar. Á laugardagskvöldinu er svokallaður skólamótsannáll á Holtavegi 28. Þá hittumst við á KSS-fundi og annálsnefndin sér um skemmtiatriðin þar sem skopleg atvik mótsins eru tekin fyrir.

Það er enginn vafi á því að skólamót er eitt af því sem KSS-ingar muna helst eftir. Margir fyrrverandi KSS-ingar tala um hve þessi mót hafa verið þeim dýrmæt.