Kristileg Skólasamtök

Hvað er KSS?

KSS er félag fyrir ungt fólk á aldrinum 15-20 ára. Félagið leggur áherslu á vináttu, góðan félagskap og  kristna trú.

Vikulegir KSS-fundir

Félagið stendur fyrir vikulegum samverum yfir vetrartímann. Við hittumst í húsi KFUM og K að Holtavegi 28, 104 RVK kl. 20:30. Þar syngjum við saman kristilega söngva, biðjum og hlustum á ræðu um eitthvað tengt kristinni trú. Ekki má gleyma leikjum og skemmtiatriðum sem lífga upp á samveruna. Eftir KSS-fundi er svo alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast fram eftir kvöldi. Vertu með! Þú sérð ekki eftir því!

Hvar er Holtavegur 28?

Skólamót tvisvar á ári

KSS heldur skólamót tvisvar á ári, yfirleitt í Vatnaskógi. Haustskólamót í byrjun október og vorskólamót í um bænadagana fyrir páska. Á skólamótum eru frábær tækifæri til að kynnast nýju fólki betur. Eins og á fundunum leggjum við mjög mikið upp úr skemmtun og góðum félagskap. En áherslan á kristna trú og fræðslu um hana er aldrei langt undan. 

Ég vil vita meira!

Viltu styrkja starfið?

Hverjir stjórna KSS?

Stjórn KSS samanstendur af ungu fólki úr félaginu. Þau er kosin til eins árs í senn á aðalfundi á vorin. Hver tekur við af þeim? Kannski þú?

Benedikt Guðmundsson

Formaður og tónlistarfulltrúi

Benedikt er 17 ára og er nemandi við Verzlunarskóla Íslands


Salóme Pálsdóttir

Ritari

Salóme er 17 ára nemandi við Fjölbraut í Ármúla.


Ástráður Sigurðsson

Gjaldkeri

Ástráður er 18 ára og er nýútskrifaður úr Verzlunarskóla Íslands.


Fannar Logi Hannesson

Kynningarfulltrúi

Fannar er 16 ára nemandi við Verzlunarskóla Íslands


Kristinn Snær Sigurðsson

Tæknifulltrúi

Kristinn er 16 ára nemandi Verzlunarskóla Íslands


Páll Ágúst Þórarinsson

Eldri fulltrúi KFUM og K og KSH í stjórn KSS


Skólapresturinn

Sr. Ólafur Jón Magnússon skólaprestur er starfsmaður Kristilegrar skólahreyfingar (regnhlífasamtök sem KSS er stofnaðili að). Hann kemur reglulega á KSS-fundi og hjálpar stjórninni að skipuleggja og halda úti félagsstarfinu. Allir þáttakendur og félagsmenn geta leitað til hans með spurningar, persónuleg vandamál og annað. Hann vill glaður hjálpa!

Ólafur Jón Magnússon

Skólaprestur

Hafa samband