Hvað er KSS?

Kristileg skólasamtök, KSS, voru stofnuð 22. janúar 1946 og er félag fyrir ungt fólk á aldrinum 15-20 ára. Félagsmenn halda fundi á laugardagskvöldum kl. 20:30 að Holtavegi 28, húsi KFUM og KFUK, í Reykjavík. Kristileg skólasamtök, KSS, voru stofnuð 22. janúar 1946 og er félag fyrir ungt fólk á aldrinum 15-20 ára. Félagsmenn halda fundi á laugardagskvöldum kl. 20:30 að Holtavegi 28, húsi KFUM og KFUK, í Reykjavík.

Meira
Saga KSS

Stjórn KSS

Stjórn KSS samanstendur af ungu fólki úr félaginu. Þau er kosin til eins árs í senn á aðalfundi á vorin.

Það er mikill lærdómur fólginn í því að sitja í stjórn KSS og læra á þau mismunandi hlutverk sem stjórnarmeðlimir sinna.  Allir virkir félagsmenn geta boðið sig fram í stjórn félagsins á árlegum aðalfundi sem yfirleitt er í apríl. Stjórn KSS nýtur leiðsagnar Hreins Pálssonar sem sinnir starfi eldri fulltrúa. Eldri fulltrúi mætir reglulega á stjórnarfundi, leiðbeinir þegar á þarf að halda og er stjórn innan handar yfir stjórnarárið. Starfsmaður KSH og eldri fulltrúi skipa því bakland stjórnarinnar.
Stjórn KSS 2022-2023

Kristileg skólahreyfing

KSS er hluti af Kristilegu skólahreyfingunni. KSH er með starfsmann í 50% starfshlutfalli og hlutverk hans er að styðja stjórn og félagsmenn KSS. Starfsmaður KSH er Rakel Brynjólfsdóttir.

Kristileg skólahreyfing er regnhlífahreyfing og undir henni eru Kristileg skólasamtök og Kristilegt stúdentafélag (KSF). KSH starfar eftir siðareglum Æskulýðsvettvangsins. Siðareglur þessar gilda fyrir starfsmann hreyfingarinnar sem og alla aðra starfsmenn og sjálfboðaliða sem að starfinu koma.   Heimasíða KSH Siðareglur Æskulýðsvettvangsins

Skólamót í Vatnaskógi

KSS heldur skólamót tvisvar á ári í Vatnaskógi. Haustskólamót í byrjun október og vorskólamót í vikunni fyrir páska.

Skólamót er frábært tækifæri til að kynnast nýju fólki og styrkja vinatengsl. Eins og á fundunum leggjum við mjög mikið upp úr skemmtun og góðum félagskap. En áherslan á kristna trú og fræðslu um hana er aldrei langt undan. Haustskólamót er yfir helgi (föst-sun) en Vorskólamót er yfir bænadagana í vikunni fyrir páska (mið-lau). Starfsmaður KSH er á staðnum á skólamótum ásamt leiðurum og ræðumönnum sem halda utan um fræðslu. Dagskráin sjálf er í höndum stjórnarinnar en ávallt eru á staðnum fullorðnir ábyrgðaraðilar.

Upplýsingar fyrir foreldra

KSS heldur úti faglegu og öflugu starfi fyrir ungmenni á aldrinum 15-20 ára. Fundir eru öll laugardagskvöld í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 kl.20:30. Starfið er að öllu leiti skipulagt af stjórn félagsins. 

Félagið býr að því að eiga öflugt bakland í svokölluðum öldungahópi. Í þeim hópi eru einstaklingar 20 ára og eldri sem skipta á milli sín viðveru á fundum og viðburðum félagsins. Hlutverk öldunga er eingöngu eftirlitshlutverk og þá sér í lagi að almennar reglur um umgengni og samskipti séu virtar. Ef upp koma mál sem þarf að stíga inn í gerir öldungur það og setur eftir atvikum starfsmann og/eða foreldra inn í málið. Starfsmaður KSH, Rakel Brynjólfsdóttir mætir reglulega á fundina og tekur virkan þátt í öllu starfi félagsins. Hægt er að ná í Rakel í síma 588-8899 virka daga milli 9-17 eða á netfanginu rakel@ksh.is. Á Facebook er hægt að finna foreldrahóp barna í KSS. Þar inni birtast fréttir frá starfinu og starfsmanni. Hópurinn er einnig góð leið til að tengjast öðrum foreldrum. Meira
Foreldrahópur KSS á Facebook

Starfsmaður KSH

Rakel Brynjólfsdóttir er starfsmaður  Kristilegu   skólahreyfingarinnar(regnhlífasamtök sem KSS er stofnaðili að)  og hefur starfsaðstöðu á Holtavegi 28.  Hún kemur reglulega á KSS-fundi og er stjórninni innan handar að skipuleggja og halda úti félagsstarfinu. Allir þáttakendur og félagsmenn geta leitað til hennar með spurningar, persónuleg vandamál og annað. Foreldrar geta einnig sett sig í samband við hana ef eitthvað er. Hægt er að ná í starfsmann á netfangið rakel@ksh.is eða með því að hringja á Holtaveg 28, 588-8899.
 

Rakel Brynjólfsdóttir

Starfsmaður KSH

Hafa samband