KSS

Kristileg skólasamtök

Haustskólamót!

30. 9. 2013 Fréttir 0

Kæru KSS-ingar.

Skólmót er handan við hornið, nánar tiltekið á föstudaginn 4. okt. Farið verður með rútu frá Holtavegi 28 og þangað er mæting kl. 17:00! Heimkoma er eftirmiðdag sunnudaginn 6. okt. Að þessu sinni verður dagskrárbæklingum ekki dreift í rútunni vegna sparnaðar, heldur kemur bæklingurinn á netið (facebook) á PDF formi þar sem félagsmenn geta hlaðið honum niður í snjallsíma, önnur tæki eða prentað sjálfir út. Hér að neðan er hægt að nálgast leyfisbréf sem allir undir 18 ára aldri þurfa að skila við brottför. Í þessu bréfi má finna upplýsingar um hluti sem sniðugt er að taka með sér upp í Vatnaskóg.

Greiða þarf skólamótið fyrir miðnætti 1. októbers (áður en 2. okt gengur í garð). Mótið kostar 9.900 kr á mann, innifalið er rúta, matur, dagskrá og gisting alla helgina. Leggja skal mótsgjald inn á reikning félagsins sem er: rkn. 0101-26-073756 og kt. 541277-0569. Ef einhverjar spuningar vakna, ekki hika við að hafa samband við okkur í sjtórn KSS á netfangið stjorn@kss.is .

Leyfisbréf fyrir skólamót

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.