KSS

Kristileg skólasamtök

Annálsfundur

7. 4. 2012 Fréttir 0

Takk fyrir frábært vorskólamót!

Í kvöld verðum við með smá „uppskerufund“ þar sem annálsnefndin sér um fundinn. Annáll vorskólamótsins verður sýndur en í því eru hlutir sem annálsnefndinni fannst fyndið eða standa upp úr á mótinu. Fundurinn verður með frekar hefðbundnu sniði en Arnór Heiðarsson mun koma og tala til okkar auk þess sem orð og bæn og lofgjörð verða á sínum stað.

Eftir fund munum við síðan skunda í páskapartý! Páskapartýið er af flestum talið langskemmtilegasta partý ársins í KSS og um að gera að láta sig ekki vanta!