KSS

Kristileg skólasamtök

Kss fundur laugardaginn 1. september

31. 8. 2012 Fréttir 0

Kæru vinir!

Það er sérstakur laugardagur á morgun, laugardagurinn er fyrsti dagur mánaðarins. Það að KSS fundur verði á fyrsta degi mánaðar gerist ekki aftur fyrr en 1. desember! Þess vegna hvetjum við ykkur til að mæta á fundinn sem verður á Holtavegi 28 kl. 20:30 😀 Einnig verður sérstakt fyrstamánaðar tilboð í sjoppunni fyrir fundinn! (sjá neðst)

Fundurinn verður með hefðbundnu sniði þar sem Soffía Magnúsdóttir, fráfarandi starfmaður KFUM&K mun koma og tala til okkar. Auðvitað verður orð og bæn sem sem Ásgeir sér um og húsbandið mun sjá um að hafa fullt af skemmtilegri tónlist 🙂
Eftir fundinn veður síðan óvænt á Holtaveginum og sjoppan verður opin.

Sérstakt tilboð veður fyrir fundinn þar sem 0,5 lítrar af Coca Cola ásamt Nizza súkkulaðistykki frá Nóa Síríus að eigin vali verður á 350 kr. Frábært tilboð og MEGA fundur.