KSS

Kristileg skólasamtök

Galafundur í kvöld!

17. 11. 2012 Fréttir 0

Þá er komið að einum af árlegu viðburðum Kristilegra skólasamtaka, galafundinum! Fundurinn hefst 20:30 en húsið verður opnað rétt fyrir átta og hefst kvöldið þá með fordrykk. Hvet ykkur til að mæta tímanlega.
Fundurinn verður með venjulegu sniði; orð og bæn, séra Sigurður Grétar ætlar að koma úr Garði og tala til okkar, stórsveit mun sjá um tónlistina að þessu sinni og skemmtinefndin verður með e-ð rosalega gúrme skemmtiatriði 😀
KSF-ingar ætla að vera með okkur á fundinnum og svo einnig á dansleiknum eftir fundinn þar sem séra Sigurður leikur fyrir dansi á harmónikku. Spurning hvort e-ð meira verður, þú verður að komast að því með því að mæta 🙂
Heyrst hefur að jólalegir drykkir ásamt öllu því venjulega sé komið aftur í sjoppuna!

Sjáumst í kvöld!

-Stjórnin og KSF 😀