KSS

Kristileg skólasamtök

Vorskólamót 2013!

3. 3. 2013 Fréttir 0

Þá er komið að því. Við ætlum að skunda saman á skólamót í Vatnaskógi miðvikudaginn 27. mars þegar allir eru komnir í páskafrí og verðum fram á laugargag 😀 (30.mars) Þá verður annálsfundur um kvöldið og svaka páskapartí eftir hann.

Farið verður frá Holtavegi 28 kl. 17:30 með rútu og komið heim um eftirmiðdag á laugardegi. Mótið sjálft verður mega skemmtilegt og kostar það einungis 9.000 kr. fyrir þessa 4 daga! Gjöf en ekki gjald eins og Daníel myndi segja.
Í því er allt innifalið: rúta til og frá staðnum, matur, gisting og allt sem þessu fylgir. Við þurfum að hafa með okkur svefnpoka og allt þannig.

Skráning fer fram hér á netinu og á fundum: http://www.kss.is/skolamotsskraning/
Hægt er að greiða með korti og peningum á fundum eða millifæra á reikning félagsins og senda póst á stjorn@gmail.com með tilkynningu.

Kristileg skólasamtök
Reikningsnúmer KSS: 0101-26-073756
Kennitala KSS: 541277-0569