KSS

Kristileg skólasamtök

Íþróttir, aðalfundur og skólamót :D

3. 4. 2014 Fréttir 0

Í kvöld líkt og áður eru KSS-íþróttir í íþróttahúsi Laugarnesskóla kl. 21 😀 Allir að mæta þangað á eftir og hafa MEGA stuð.

Svo á laugardaginn er KSS fundur en ekki venjulegur KSS fundur heldur aðalfundur! Á aðalfundinum verður kjörin ný stjórn fyrir næsta starfsár ásamt því að farið verður yfir ársreikning og skýrsla fráfarandi stjórnar verður kynnt. Einnig er ein lagabreytingartillaga sem kynnt verður á laugardaginn 🙂 Ég hvet þig félagsmaður að mæta á aðalfundinn og nýta þitt atkvæði.

Að lokum ætla ég að minna á að skráning á skólamót er í fullum gangi hér á síðunni. Smelltu á flipann hér að ofan merktum skólamóti til að kynna þér málið betur og skrá þig!