KSS

Kristileg skólasamtök

Galafundur

20. 11. 2014 Fréttir 0

Núna á laugardaginn verður Galafundur! Það felur í sér að allir mæta í fínu fötunum sínum og eftir fund verður ball! Fundurinn verður EKKI á Holtavegi heldur í sal Kristniboðssambandsins á þriðju hæð á Háaleitisbraut 58-60 (fyrir ofan ísbúðina). Fundurinn byrjar kl. 20:00 með fordrykk og myndatöku en dagskráin hefst síðan 20:30. Þá verður orð og bæn, tónlist og hann Sigurður Grétar prestur í Garði ætlar að koma að tala við okkur. Hann mun síðan einnig spila á harmonikkuballi sem verður fyrir ballið sjálft! Mætum tímanlega og látum taka mynd af okkur 😀 Hér er svo slóð á kort af ja.is fyrir þá sem vita ekki hvar SÍK er til húsa 🙂