KSS

Kristileg skólasamtök

Aðalfundarboð

6. 4. 2015 Fréttir 0

Aðalfundur Kristilegra skólasamtaka verður haldinn laugardaginn 18. apríl kl. 20:00 í húsi KFUM&K að Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Á dagskrá eru öll venjuleg aðalfundarstörf og verða fundargögn gerð aðgengileg rafrænt hér á netinu í næstu viku. Lagabreytingar skulu vera líkt og segir um í lögum félagsins í 6 gr. lið k

„Á aðalfundi skal kjósa um breytingar á lögum þessum. Tillögur félagsmanna um lagabreytingar skulu berast stjórn félagsins innan viku frá því boðað er til aðalfundar. Skal stjórnin sjá til þess að félagsmönnum gefist kostur á að kynna sér lagabreytingatillögur fyrir aðalfund. Með samþykki aðalfundar má þó félagsmaður bera upp breytingartillögu á aðalfundi, enda sé hún vel kynnt fyrir fundarmönnum.“

Lög félagsins má lesa hér og tillögur að lagabreytingum verður því að senda á stjorn hjá gmail.com fyrir kl. 23:59 mánudaginn 13. apríl. Um stjórnarframboð má lesa hér.
Sjáumst hress á aðalfundi 18. apríl kl. 20:00 😀