KSS

Kristileg skólasamtök

Kynningarfundir!

18. 9. 2015 Fréttir 0

Þá er komið að því!
Næstu tveir fundir eru kynningafundir þar sem við bjóðum nýja sérstaklega velkomna og kynnum félagið. Fyrri kynningarfundurinn er núna á laugardaginn (19. sept) kl. 20:30 á Holtavegi 28 og eftir fundinn ætlum við að fara í Gerplu, fimleikasalinn, sem við höfum útaf fyrir okkur. Við hvetjum alla til þess að kynna KSS fyrir vinum sínum og bjóða þeim með á laugardaginn 🙂
Seinni kynningarfundurinn verður 26. september á sama stað og á sama tíma. Eftir þann fund verður kynningarpartý 😀
Við ætlum að vera áberandi á netinu og ætlum að deila þessu myndbandi út um allt. Endilega allir að deila 😀 #KSSermálið #Kynningarátak #Gerplaeftirfund