KSS

Kristileg skólasamtök

KSS fundur 24. október og Tilgangsríkt líf

22. 10. 2015 Fréttir 0

Næsta laugardag verður KSS fundur að sjálfsögðu á sínum stað kl 20:30 á Holtavegi 28!
Við munum fá gesti frá Fjellheim biblíuskólanum í Noregi sem ætla að tala til okkar í þetta skiptið og mun ræðan fara fram á ensku.
Eftir fund ætlum við svo að bjóða upp á ís og góða stemningu í heimahúsi 🙂

Vonumst til að sjá sem flesta!

 

Í kvöld byrjar KSS svo með námskeiðið Tilgangsríkt líf – hvers vegna í ósköpunum er ég hér sem verður í umsjón æskulýðsprestsins okkar, Sveins Alfreðssonar. Byrjar með mat kl 19 fyrir þá sem vilja en fræðslan sjálf byrjar kl 20. Þarfnast engrar skráningar, aðeins að láta vita ef maður vill vera með í mat. Allir 15-20 ára eru hjartanlega velkomnir 🙂

Frekari upplýsingar í þessum hóp á Facebook:

https://www.facebook.com/groups/1507104526275200/