KSS

Kristileg skólasamtök

KSS fundur í Bæjarbíó, Hafnarfirði

6. 11. 2015 Fréttir 0

Kæru KSS-ingar.

ATH.
Vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna verðum við að fresta Hæfileikakeppninni sem átti að vera laugardaginn næstkomandi.


En ekki örvænta. Stjórnin er með plan B, sem við höfum kosið að kalla plan A+. Fundurinn sjálfur verður áfram haldinn í Bæjarbíó í Hafnarfirði.
Eftir fund munum við fara í geysimagnaðan þrautaleik að nafni Kahoot!
Þetta er þrautaleikur þar sem þið skiptið ykkur í lið og keppist við að vinna fyrstu verðlaun, sem eru alls ekki af verri endanum! Ég segi ekki meir um þennan leik, þið verðið bara að mæta, upplifa og njóta!


Við hvetjum alla til þess að mæta með sitt breiðasta bros og keppnisskap.
Sjáumst á laugardaginn kl 20:30 í Bæjarbíó 🙂

P.s. Heyrst hefur að sjoppan verði á staðnum!

P.p.s. Smá hint um leikinn: tónlist, mynd, gisk, spuni.kahoot 2