KSS

Kristileg skólasamtök

Gistinótt!

20. 11. 2015 Fréttir 0

Þá er komið að því!
Næsta laugardag (21. nóv) verður gistinótt, sem þýðir að við verðum á Holtavegi 28 yfir alla nóttina. Við byrjum kvöldið eins og venjulega kl 20:30 með snilldar KSS fundi og síðan eftir fund hefst þessi dagskrá:

22:30 Cluedo – fáranlega skemmtilegur leikur
23:30 Nörf-mót – allir að mæta með nörfbyssur (fást í Hagkaup)
00:30 Kahoot – spurningakeppni
01:00 Domino’s pizza – áhugasamir koma með pening
01:30 Bíómynd – kosið um mynd
03:30 Lofgjörðarstund – smá kósý

09:30 Vakning og frágangur
10:00 Allir heim að sofa

Alla nóttina verður pógó, spil og 3D twister. Einnig ætlum við að hafa Friends maraþon inní sal. Sjoppan verður reglulega opin yfir nóttina 😀

ATH! Eftir klukkan 01:00 má ekki koma inn á Holtaveginn, en það má alltaf fara
Þeir sem eru YNGRI en 18 ára þurfa að skila inn leyfisbréfi (kemur á netið á morgunn, föstudag)