KSS

Kristileg skólasamtök

Seinni kynningarfundur

23. 9. 2016 Fréttir 0

Á morgun laugardag verður annar kynningarfundur KSS (megapepp). Fyrir þá sem ekki vita eru kynningarfundir sérstaklega hannaðir til þess að bjóða vinu á. Við náðum upp í 70 manns á seinasta fundi og ég trúi því að við getum komist upp í 100 MANNS svo allir að koma með vin með sér! (:

Fundurinn verður haldinn á Holtaveginum eins og vanalega og Gunnar nokkur Wiencke, fyndnasti og einhver besti ræðumaður sem ég hef fengið þá ánægju að hlusta á kemur til okkar og ætlar að kveikja í þakinu! Lofgjörðin verður auðvitað til staðar og hef ég heyrt hjá Gunnari tónlistarfulltrúa að hann ætli að sprengja þakið!

Eftir fund verður síðan mergjað PAAATEI! (meina partý en ekki pate eins og kæfan) á Holtaveginum og ætlum við þá að splúndra því sem eftir er af þakinu!

Hlakka til að sjá alla (: