KSS

Kristileg skólasamtök

Síðasti dagur skráningar!

5. 10. 2016 Fréttir 0

Á miðnætti lýkur síðasta skráningardegi fyrir Haustskólamót 2016 sem haldið verður í Vatnaskógi að gömlum vana næstu helgi, dagana 7.-9. október. Mótið er frábær blanda af skemmtun, hópefli, kristinni fræðslu og helgistundum. Hápunktur mótsins finnst mörgum vera vitnisburðarstund á laugardagskvöldi. Þá gefst þeim KSS-ingum sem það vilja tækifæri til að segja frá sinni trúargöngu. Oft fá viðstaddir að heyra um stórkostleg bænasvör og uppörvandi reynslu sem jafnaldrar þeirra hafa oðrið fyrir á göngu sinni með Guði. Ekki missa á þessu frábæra móti! Allar upplýsingar um skráningu, leyfisbréf, verð o.fl. finnnur þú hér!