KSS

Kristileg skólasamtök

Aðalfundur KSS 2017

22. 3. 2017 Fréttir 0

Kæru KSS-ingar.

Stjórn KSS boðar til aðalfundar KSS laugardaginn 22. apríl kl. 20-22.

Dagrskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Upphafsorð og bæn
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Samþykkt lista yfir skráða félagsmenn
4. Árskýrsla KSS stjórnarárið 2016 – 2017
5. Ársreikningur KSS fyrir árið 2016
6. Reikningar lagðir fram til samþykktar
7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
8. Lagabreytingar
9. Stjórnarkjör
10. Önnur mál og umræður
11. Fundi slitið með bænastund

ATH:
Úr lögum KSS:
Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir sem fullnægja ákvæðum 4. greinar lið a) og hafa verið skráðir félagsmenn að minnsta kosti frá 20. október árið áður en aðalfundur fer fram. Ber þeim að fullnægja að öðru leyti þeim kröfum sem gerðar eru til félagsmanna í 4. grein lið a.

Kjörgengi í stjórn KSS hafa allir atkvæðisbærir félagsmenn sem uppfylla skilyrði 6.gr. lið b. Kjörnefnd tekur á móti uppástungum félagsmanna um menn á kjörlista.

Tillögur félagsmanna um lagabreytingar skulu berast stjórn félagsins innan viku frá því boðað er til aðalfundar. Skal stjórnin sjá til þess að félagsmönnum gefist kostur á að kynna sér lagabreytingatillögur fyrir aðalfund. Með samþykki aðalfundar má þó félagsmaður bera upp breytingartillögu á aðalfundi, enda sé hún vel kynnt fyrir fundarmönnum.

Hér má finna lög KSS í heild sinni: http://www.kss.is/um-kss/log-kss/