KSS

Kristileg skólasamtök

KSS-fundur í Dómkirkjunni

30. 3. 2017 Fréttir 0

Eins og flestir hafa tekið eftir þá hefur árshátíðinni verið frestað um viku. Í hennar stað verður KSS-fundur haldinn á kirkjulofti Dómkirkjunnar í Reykjavík. Alfa-fræðslan verður á sínum stað og verður umræðuefnið þetta: „Læknar Guð í dag?“ Eftir fundinn er hugmyndin að fara í Sardínu-leikinn og gera fleira skemmtilegt.

Fundurinn byrjar eins og venjulega kl. 20:30. Fyrir þá sem ekki vita þá er Dómkirkjan við hliðina á Alþingishúsinu við Austurvöll. Það getur verið erfitt að finna stæði en oft eru stæði laus fyrir aftan MR og svo er auðvitað hægt að leggja í bílastæðahúsinu undir ráðhúsinu. Upp á kirkjuloftið liggja tröppur frá aðalandyri kirkjunnar.

Munið:
– Að skrá ykkur á vorskólamót!
– Að skrá ykkur á árshátíðina!