Flokkur: Fréttir

Kristileg skólasamtök

Alfa og varúlfur :D

Hallohallo! I kvöld kl 20:30 verður KSS fundur á Holtavegi 28 og umfjöllunarefni Alfa í kvöld er ‘Hvernig veitir Guð okkur leiðsögn?’ Eftir fund verða svo varúlfur og fleiri leikir!! Það verður góð stemmning og fjör hjá okkur eins og alltaf, við hlökkum til að sjá ykkur!??


18. 3. 2017 0

Múffubakstur og Söngvakeppnin!

Annað kvöld verður skemmtilegur Alfafundur á sínum stað en eftir fund ætlum við að setja Söngvakeppnina í gang í skjávarpann og þeir sem vilja geta horft á restina af keppninni en einnig verður múffubakstur og spil í boði!!!?? sjáumst hress á Holtavegi 28 kl 20:30!


10. 3. 2017 0

Mynd eftir fund í Kristniboðssalnum :)

Á laugardagskvöldið verður fundur í styttri kantinum en við sleppum þó ekki Alfanu! Næsta umræðuefni í Alfa er Bænin: Hvernig virkar bænin? Eftir fundinn brunum við svo öll saman í Kristniboðssalinn þar sem sýnd verður myndin Risen 🙂 endilega mætið á bíl ef þið getið 🙂 Hlakka til að sjá ykkur!


3. 3. 2017 0

Alfa-fundur og pizzabakstur?

Næsta laugardag verður mjög gaman hja okkur!! Alfa-fundur á sínum stað kl 20:30 þar sem efnið verður Trú: Hvernig get ég trúað? Eftir fund ætlum við að baka saman pizzur og hafa Friendsþætti í gangi og spil í boði og borða svo pizzurnar okkar saman! Þetta verður snilld svo ég hvet ykkur til að mæta!??


24. 2. 2017 0