Nýársnámskeið

Kristileg skólasamtök

Eina af fyrstu helgunum í janúar ár hvert streyma KSS-ingar sem komnir eru í framhaldsskóla upp í Ölver (sumarbúðir KFUM & KFUK við Hafnarfjall) á nýársnámskeið.

Á nýársnámskeiðum er ákveðið trúarlegt efni tekið fyrir og hafðar fræðslustundir og umræðuhópar í kjölfarið. Íþróttir eru stundaðar af miklum móð, heiti potturinn er ávallt nýttur til hins ítrasta og hressar kvöldvökur í bland við ljúffengan mat eru meðal þess sem aðhafst er á nýársnámskeiði.

Það sem flestir KSS-ingar telja stærsta kostinn við þessi mót er að þau eru passlega stór ca. 35-50 manns og myndast því sérstök og persónuleg stemmning.

Námskeiðið er mikil trúarleg uppbygging og þjálfun til starfa fyrir félagið og allir sem hafa aldur til eru hvattir til að mæta.