Vorskólamót – Skráning

Kristileg skólasamtök

Vorskólamót KSS verður haldið dagana 28.-31. mars 2018 í Vatnaskógi. Lagt verður af stað seinnipart miðvikudags og komið heim seinnipart laugardags. Yfirskrift mótsins er „Hefur Guð áætlun fyrir líf mitt?“ Nánari upplýsingar um dagskrá koma fljótlega! Allir á KSS-aldrinum (ca. 15-20 ára) velkomnir!
Mótsgjald er 12.500 kr. en  innifalið í því er gisting, matur, rúta og auðvitað frábær dagskrá, fræðsla og fjör allan tímann (ATH! Gjaldið er 10.000 kr. ef rútunni er sleppt). Gjaldið skal greiða inn á reikning félagsins (Reikningsnúmer KSS: 0101-26-073756 Kennitala KSS: 541277-0569) fyrir miðnætti síðasta skráningardag 24. mars. Mikilvægt er að setja nafn þáttakenda sem skýringu á millifærslunni og senda tilkynningu/kvittun í tölvupósti á stjorn@gmail.com.Til þess að ganga frá skráningu þarf að fylla út þetta form hér: https://goo.gl/forms/H11ld2lWePj7pMdA3