Gjafir til félagsins

Kristileg skólasamtök

Hvers vegna að styrkja?

Kristileg skólasamtök eru rekin af sjálfboðaliðum úr hópi félagsmanna fyrir gjafafé stuðningsaðila. Bæði eru það virkir þáttakendur og fyrrverandi félagsmenn sem leggja sitt af mörkum við að tryggja fjárhag félagsins. Helstu kostnaðarliðir eru árlegt framlag til Kristilegrar skólahreyfingar vegna þjónustu skólaprests, ýmiss kostnaður vegna funda og skemmtidagskrár á fundum og eftir þá. Þar að auki er fjármunum reglulega varið til kynningarmála og reksturs heimasíðunnar. Félagið sjálft hefur engar fastar tekjur enda fundir Kristilegra skólasamtaka sem og ýmsir atburðir á vegum þess eru haldnir félagsmönnum að kostnaðarlausu. Kostnaði við ferðir og aðra dagskrá er alltaf reynt að halda í lágmarki.

Gjafir ykkar þurfa ekki að vera stórar til þess að þær gagnist félaginu. Meira máli skiptir að allir hjálpist að og geri það helst reglulega, því margt smátt gerir eitt stórt

Hvers vegna að gefa reglulega?

Reglulegar gjafir koma sér vel fyrir félagið sem getur þá betur áætlað mánaðarlegar tekjur og útgjöld. Auk þess má benda á að fæstir finna fyrir því að styrkja félagið um 500 kr. á mánuði en á einu ári gerir það 6.000 kr. og munar um minna!

Hvern á ég að styrkja?

Þú getur valið um að styrkja Kristileg skólasamtök beint eða Kristilega skólahreyfingu sem veitir KSS þjónustu skólaprests og styður við bak stjórnar KSS.

Hvernig get ég styrkt?

Þú getur styrkt okkur með reglulegum millifærslum eða einstakri millifærslu á reikning Kristilegra skólasamtaka:

Reikningsnúmer KSS: 0101-26-073756
Kennitala KSS: 541277-0569

eða Kristilega skólahreyfingu:

Kristileg skólahreyfing
Reikningsnúmer KSH: 115-26-5180
Kennitala KSH: 510479-0259

Hægt er að fá upplýsingar um fleiri stuðningleiðir við Kristilega skólahreyfingu hér!

Ekki gleyma að biðja fyrir starfi KSS og Kristilegrar skólahreyfingar. Án bænarinnar munu félögin ekki geta haldið úti starfi sínu.