Til foreldra

Kristileg skólasamtök

KSS eru Kristileg skólasamtök sem starfa í efsta bekk grunnskólanna og í framhaldsskólum. Við hittumst ávallt á laugardagskvöldum kl 20:30 í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Þar hittum við aðra á sama aldri, syngjum saman og lærum um lífið og trúna. Á hverjum fundi er ræðumaður sem flytur okkur uppbyggjandi boðskap úr Biblíunni. Eftir fundi gerum við eitthvað skemmtilegt saman, t.d. spilum saman, förum í lazertag, klifurhúsið, á skauta auk annarra árlegra viðburða s.s. hæfileikakeppni og árshátíð.

Allt sem er gert á vegum KSS er að sjálfsögðu áfengis- og vímuefnalaust og gerðar verða ráðstafanir ef að upp kemst um slíkt athæfi.

Í KSS er 5 manna stjórn sem hefur yfirumsjón með félaginu og öllum nefndum innan félagsins, hún nýtur stuðnings frá skólapresti KSH auk eldri fulltrúa.


Eldri fulltrúi KSS

Pétur Ragnhildarson, s. 866-2574,  er eldri fulltrúi KSS. Hann ásamt skólapresti veitir stjórn aðstoð við rekstur félagsins. Hlutverk hans er m.a. að sjá til þess að alltaf sé öldungur (félagsmaður yfir 20 ára) á fundum félagsins. 

 

 

Skólaprestur 

Ólafur Jón Magnússon, s. 616 6152 – olafur.jon@ksh.is, er starfsmaður Kristilegu skólahreyfingarinnar (KSH) móðurfélags KSS og Kristilegs stúdentafélags (KSF). Hann starfar sem prestur fyrir þessi félög. Hægt er að leita til hans með öll mál er varða KSS og þáttakendur í starfi félagsins.