KSS

Kristileg skólasamtök

Rokkfundur og Hæfileikakeppni!

2. 3. 2012 Fréttir 0

Á morgun verður rokkfundur! Það þýðir allir að mæta í rokkuðum fötum því við ætlum að hafa tónlistina í rokkaðari kantinum. 🙂 Fundurinn mun þó innihalda allt hið venjulega þ.e.a.s. orð og bæn, skemmtiatriði og síðast en ekki síst ræðu frá Toshiki Toma!

Eftir fund verður svo hin árlega hæfileikakeppni KSS! Hver fer með sigur af hólmi í ár? Vegleg verðlaun og farandsbikar fyrir sigurvegarann!