KSS

Kristileg skólasamtök

70 ára afmæli KSS

23. 1. 2016 Fréttir 0

Föstudaginn 22. janúar síðastliðinn urðu Kristilegu skólasamtökin 70 ára. Að því tilefni ætlum við, núverandi KSS ingar að bjóða upp á afmælisfund sem mun verða opinn öllum. Húsið opnar klukkan 19:30 í kvöld, þann 23. janúar og fundurinn hefst svo klukkan 20:00. Fundurinn mun fara fram á Holtavegi 28, höfuðstöðvum KFUM og KFUK. Eftir fund verður boðið upp á kökur, kaffi og margt fleira girnilegt.

Við vonum að þú sjáir þig færan um að mæta í kvöld og fagna með okkur á þessum merku tímamótum.

-Stjórn KSS

.12512707_947221235330904_3521520308166495205_n